Einfaldir rafrænir reikningar og kröfustofnun í netbanka

Einfaldasta notendaviðmótið til að stofna löggildan rafrænan reikning, í hvaða tæki sem er.

Virkjaðu kröfustofnun svo það verði til greiðsluseðill og krafa í netbanka greiðanda sjálfkrafa.

Viltu bæta sjóðstreymið? Bjóddu greiðanda upp á hraðgreiðsluafslátt sé krafa greidd innan þriggja daga.

Ertu að bjóða upp á áskriftir eða raðgreiðslur? Með Konto getur þú auðveldlega stillt upp áætlun fyrir sjálfvirka útgáfu á reikningum.

NÝTT >> Bókhalds- og launaþjónusta í áskrift
Kerfið sækir/sendir upplýsingar sjálfkrafa. Þú þarft bara Konto, sendir myndir af kvittunum og bókarinn sér um rest. Nánar á http://bokhald.konto.is/

Kröfustofnun með þínum viðskiptabanka

Birtist í netbanka greiðanda

Þú gengur frá innheimtusamningi við þinn viðskiptabanka og tengir netbankanotanda við notandann þinn á Konto.is

Við útgáfu reiknings hakarðu við ,,kröfustofnun"

Krafa stofnast sjálfkrafa í netbanka greiðanda

Færð tilkynningu þegar búið er að greiða kröfu

Bókhalds- og launaþjónusta í áskrift

Hagkvæm lausn fyrir bókhaldið

Þú velur að virkja bókhalds- og launaþjónustu á Konto og setur af stað ferli sem hjálpa bókara að tengja Konto hjá þér við bókahaldskerfi hjá sér.

Kerfið sækir/sendir upplýsingar sjálfkrafa

Þú þarft bara Konto - bókarinn sér um rest

Taktu mynd af kvittun og sendu með Konto

Kostnaðarskráning

Skráðu kostnaðinn í Konto

Einfaldaðu málið bæði fyrir þig og bókarann þinn með því að skrá kostnaðinn beint inn í Konto. Bókhaldskerfið sækja kvittanir í Konto og bókarinn bókar. Skráður kostnaður kemur fram á vsk skýrslum og einfaldar þar með vsk uppgjör. 

Áskriftarreikningar frá Konto skrást sjálfkrafa

Hægt að hlaða inn mynd af kvittun/reikning

5 staðlaðir flokkar fyrir bókun á kostnaði.

Áskriftarreikningar samkvæmt áætlun

Sendu reglulega eins reikninga

Þú stillir upp áætlun fyrir útgáfu reikninga, hvort sem þú ert að bjóða upp á að dreifa greiðslu eða setja upp rukkun fyrir einhverskonar áskrift.

Reikningar sendast sjálfkrafa samkv. áætlun

Þú færð tilkynningu við útgáfu og greiðslu

Sendu reikninga á hópa og meðlimi

Sendu eins reikninga á marga

Notaðu Konto til að innheimta félagsgjöld og styrki, safna áheitum o.fl. Sendu áskriftarreikning eða staka reikninga á heilu hópana. Sjá nánar hér.

Hladdu inn lista úr einföldu excel skjali

Settu upp áskriftarreikninga fyrir meðlimi

Sendu eins reikninga á alla í hópnum

Aukanotandi

Eitt fyrirtæki - ein áskrift

Fyrirtæki munu geta með auðveldum hætti bætt við aðgangi fyrir bókara eða sölufulltrúa - án þess að greiða aukalega fyrir.

Veita bókara aðgang fyrir almenna umsjón

Veita sölumanni aðgang að þínu fyrirtæki

Ekkert mál að læra á kerfið og byrja að selja

Hraðgreiðsluafsláttur fyrir þína viðskiptavini

Skapaðu hvata fyrir skjótri greiðslu

Þú getur valið að bjóða greiðanda upp á afslátt af heildarupphæð sé krafan greidd innan þriggja daga frá útgáfu.

Þú velur % eða fasta upphæð fyrir afslátt

Sjálfkrafa kreditreikningur fyrir afslættinum

Færð tilkynningu þegar búið er að greiða kröfu

Selja vörur á netinu - ekkert mál!

Söluform fyrir þínar vörur

Þegar þú velur að útbúa söluform fyrir vöru á konto.is þá útbýr kerfið einstaka vefsíðu fyrir þig, þar sem þú getur tekið við pöntunum.

Viðskiptavinir fylla út söluformið og panta vöru

Krafa stofnast sjálfkrafa í netbanka greiðanda

Færð staðfestingu þegar búið að greiða

Tegund fyrir vörusíðu og söluform sem hægt er að velja: Lagervara, Áskriftarvara og frjáls framlög.

Hreyfingalisti - skýrsla fyrir viðskiptamenn

Viðskiptayfirlit og staða

Það er afar einfalt að útbúa hreyfingalista - skýrslu sem sýnir yfirlit fyrir reikninga, kredit reikninga og greiðslur fyrir einstaka viðskiptamenn.

Velur viðskiptamann og ,,Útbúa hreyfingalista"

Velur tímabil, skráir skilaboð og netfang (ef þarf)

Sendir PDF skýrslu á viðskiptavin og/eða bókara

Skýrslur - stakar skýrslur og skýrslur í áskrift

Skýrslur fyrir þín heildarviðskipti

Þú getur valið að keyra út staka skýrslu fyrir gefið tímabil og fengið yfirlit fyrir alla reikninga. Einnig hægt að setja skýrslu í áskrift og fá reglulegu sent yfirlit.

Allir reikningar á gefnu tímabili

Skýrslur sýna VSK yfirlit fyrir skráningu á útskatt

Fáðu t.d. tveggja mánaða yfirlit 1. hvers mánaðar

Tenging við WooCommerce vefverslanir

Kröfustofnun og rafrænir reikningar

Konto opnar í haust fyrir tengingar við vefverslanir svo að seljendur geti boðið uppá kröfustofnun sem greiðslumáta og einfaldað útgáfu sölureikninga.

Heldur utan um viðskiptavini og vörur

Krafa í netbanka sem greiðslumáti

Reikningar áframsendir í bókhaldskerfi

Ótakmarkaður fjöldi rafrænna reikninga (PDF)

Áskriftarreikningar

Allir geta virkjað kröfustofnun fyrir netbanka (ókeypis)

Hraðgreiðsluafsláttur

Selja vörur á netinu

Við það virkjast:

Kjörið fyrir endurteknar greiðslur eins og t.d. húsaleigu eða áskriftargjöld.

Mögulegt að tengja verð við vísitölu neysluverðs.

Byrjaðu að bjóða þínum viðskiptavinum upp á afslátt fyrir að greiða hratt.

Jákvæðir hvatar fyrir bætt viðskiptasamband, ekki bara refsa fyrir að borga seint. 

Einföld leið til að setja upp pöntunarform og deila á samfélagsmiðlum.

Hópar

Skrá marga viðskiptavini í einu, hlaða inn lista úr Excel skjali. Hægt að setja viðskiptavini í hópa.

Hægt að selja áskriftir og lagervörur. Einfalt að setja á hvaða síðu sem er.

Hægt að útbúa reikning / áskriftarreikninga og velja að senda á heilu hópana af viðskiptavinum.

Tenging við DK fjárhags- og bókhaldskerfið

Fyrir einfaldara notendaviðmót

Ef þú ert að nota DK kerfið þá geturðu virkjað viðbót sem sækir viðskiptavini og vörur yfir í Konto.

Kerfið sækir/sendir upplýsingar sjálfkrafa

Upplýsingar eru eins í báðum kerfum

Reikningur úr Konto bókast sjálfkrafa í DK

Tenging við NAV fjárhags- og bókhaldskerfið

Gerðu allt í snjallsímanum

Þú virkjar NAV viðbót á konto.is, færð þar lykil sem þú nýtir til að virkja Konto viðbót í NAV - þetta tengir kerfin og einfaldar notendaviðmótið. 

Kerfið sækir/sendir upplýsingar sjálfkrafa

Upplýsingar eru eins í báðum kerfum

Reikningar & útgjöld bókast sjálfkrafa í NAV

Rafræn undirritun skjala

Undirritaðu skjöl með símanum

Sparaðu þér tíma með rafrænni undirritun skjala. Eina sem þarf til eru rafræn skilríki á síma.

Uppfylla kröfur eIDAS

Þú og viðskiptavinur þurfa skilríki á síma

Einfalt ferli sem endar með undirrituðu skjali

Spurningar eða ábendinga?

Við viljum heyra frá þér